Hof Aþenu Nike er hof á Akrópólishæð í Aþenu. Það var byggt á suðvesturhorni hæðarinnar og blasir því við á hægri hönd þegar gengið er í gegnum Propylaea.
Hann hannaði það í jónískum stíl og gerði hofið einnig í smærra lagi en þrátt fyrir smæð sína þótti hofið hafa mikinn þokka. Það hefur fjórar súlur beggja megin. Á einni hlið myndræmunnar (frísunnar) er sýnd ráðstefna guðanna og á hinum þremur eru myndir af bardögum. Brjóstvirki (handrið) með lágmynd af Nike (sigurgyðjunni) er svo umhverfis hofið. Hofið er byggt á þeim stað er áður stóð einhvers konar altari sem var byggt sama ár og Panaþenísku leikarnir voru stofnaðir, 556 f.Kr. Í þessu hofi tilbáðu Aþeningar Aþenu og báðu hana um sigur í stríðum.