Helgistaður Artimesar Brauróníu eða Brauróneion var helgistaður tileinkaður gyðjunni Artemis Brauronia á Akrópólishæð í Aþenu.
Helgistaðurinn var staðsettur í suðvesturhluta Akrópólishæðarinnar, á milli Kalkoþeku og Propylaeu. Artemis Brauronia, gyðja meðgöngu og fæðingu, átti aðalhelgistað sinn í Brauron, borgríki á austurströnd Attíku. Þegar tilbiðjendur hennar fluttu sig að mestu til borgarinnar var hofið byggt.
Brauróneion innihélt viðarstyttu (xoanon) af gyðjunni. Konur sem tilbáðu hana sveipuðu styttuna gjarnan klæðum. Árið 346 f.Kr. var síðan önnur viðarstytta reist henni til heiðurs, mögulega verk eftir Praxíteles skv. Pausaníasi.
Vesturhluti Brauróneion var byggt á leifum eldri mýkensks vígveggjar. Hofið sjálft er þó allt að mestu horfið, fyrir utan fáeina vegggrunna á austurhlutanum og nokkrar kalksteinaleifar. Inngangurinn er enn sjáanlegur sem sjö tröppur höggnar út í bergið. Dagsetning yfir byggingarlok helgistaðarins er ekki með öllu þekkt, en árið 430 f.Kr. er almennt viðurkennt af fræðimönnum þar sem nágranninn Propylaea er frá svipuðum tíma.
Tengt efni
Heimildir