Helga Zoega

Helga Zoega
Fædd1976
StörfPrófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og vísindamaður við Háskólann í Nýju Suður-Wales, Sydney

Helga Zoega er prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Háskólann í Nýju Suður-Wales(en), Sydney. Rannsóknir hennar beinast að notkun og áhrifum lyfja meðal barnshafandi kvenna og barna - hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á fyrir markaðssetningu.[1][2]

Nám

Helga lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2002. Árið 2006 lauk Helga MA-prófi í megindlegum aðferðferðum frá Columbia-háskóla í New York.[3] Helga var fyrsti neminn til að ljúka doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands árið 2011.[4]

Doktorsritgerð Helgu[5] snéri að geðlyfjanotkun barna, þar á meðal áhrifum lyfjameðferðar við ADHD á námsárangur.[6] Að loknu doktorsprófi starfaði Helga sem nýdoktor í faraldsfræði við Mount Sinai School of Medicine í New York 2011-2013.

Ferill

Helga starfaði sem verkefnastjóri við Lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis 2006-2008. Hún var ráðin lektor í við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2012 og hlaut framgang í starf dósents árið 2013[3] og prófessors árið 2016.[7]

Helga var gestaprófessor við Háskólann í Nýju Suður-Wales (UNSW), Sydney 2017-2018. Þar hlaut hún rannsóknastöðustyrk, Scientia Fellowship til fjögurra ára (2018-2022) til að sinna áfram rannsóknum í lyfjafaraldsfræði.

Helga sat í Vísinda-og tækniráði 2016-2018, skipuð af forsætisráðherra,[8] Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2015-2018,[9] auk fjölda annarra nefnda á vegum Háskóla Íslands og UNSW.

Rannsóknir

Rannsóknir Helgu eru á sviði lyfjafaraldsfræði beinast einkum að notkun og áhrifum lyfja meðal barnshafandi kvenna og barna – viðkvæmum hópum sem lyf eru sjaldnast prófuð á áður en þau koma á markað. Flestar rannsóknir Helgu eru unnar í alþjóðlegu samstarfi vísindamanna, meðal annars á Norðurlöndum (Karolinska Institutet, Norwegian Institute of Public Health, Árósarháskóla, Finnish National Institute for Health and Welfare og Syddansk-háskóla), í Bandaríkjunum (Harvard University, Columbia University) og í Ástralíu (Háskólann í Nýju Suður-Wales(en), Sydney). Um gagnagrunnsrannsóknir er að ræða sem byggja á upplýsingum úr heilbrigðis- og lýðfræðilegum skrám sem ná til milljóna einstaklinga. Tilgangurinn er að meta áhrif og gagnsemi lyfja undir raunverulegum aðstæðum með nákvæmni sem ekki væri gerlegt með hefðbundnum lyfjaprófunum.[10][11]

Helga hefur hlotið fjölda rannsóknarstyrkja, m.a. Scientia, og Marie Curie rannsóknarstöðustyrki, öndvegisstyrk RANNÍS og NordForsk. Niðurstöður hennar hafa birst í vísindagreinum og fjallað um þær á fréttamiðlum víðsvegar um heim.[12][13][14][15][16]

Helstu ritverk

Heimildir

  1. Háskóli Íslands. Áhrif lyfjanotkunar á meðgöngu. Helga Zoéga, prófessor í lýðheilsuvísindum. Sótt 27. ágúst 2019.
  2. Háskóli Ísalands. Tengsl meðgöngukvilla móður og ADHD hjá börnum. Helga Zoéga, dósent í lýðheilsuvísindum. Sótt 27. ágúst 2019
  3. 3,0 3,1 „Háskóli Íslanda. Helga Zoéga Prófessor“. Sótt 27. ágúst 2019.
  4. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað? Sótt 27. ágúst 2019
  5. Doktorsritgerð 2011: Psychotropic Drug Use among Children A Comparison of ADHD Drug Use in the Nordic Countries and the Effect of ADHD Drug Treatment on Academic Progress.
  6. Mbl.is. (2012, 25. júní). Tengsl milli einkunna og lyfjameðferðar við ADHD. Sótt 27. ágúst 2019
  7. Háskóli Íslands. (2016). Hátt í fimmtíu fræðimenn fá framgang í starfi. Sótt 27. ágúst 2019.
  8. mbl.is. (2015, 23. desember).Ráðherra skipar vísinda- og tækniráð. Sótt 27. ágúst 2019.
  9. Háskóli Íslands. Stjórnun. Vísindanefnd. Sótt 27. ágúst 2019.
  10. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Zoega rannsakað? Sótt 27. ágúst 2019.
  11. Google Scholar. Helga Zoega. Sótt 27. ágúst 2019.
  12. Anahad O’Connor. (2012, 20. Nóvember). Younger Students More Likely to Get A.D.H.D. Drugs. New York Times. Sótt 27. ágúst 2019.
  13. Deborah Kotz. (2012, 23. nóvember). Youngest kids in class more likely to get ADHD drugs, study finds. Boston Globe. Sótt 27. agúst 2019.
  14. Lara Salahi. (2012, 25. júní). Earlier May Be Better for ADHD Meds in Kids. ABC News. Sótt 27. ágúst 2019.
  15. Angus Chen. (2016, 10. mars). Youngest Kids In Class At Higher Risk Of ADHD Diagnosis. NPR. Sótt 27. ágúst 2019.
  16. Huffington Post. (2016, 23. maí). Conclusive Proof ADHD Is Overdiagnosed. Sótt 27. ágúst 2019.