Heinrich Freiherr von Stackelberg (31. október, 1905 – 12. október, 1946) var þýskur hagfræðingur og stærðfræðingur sem setti sitt mark á sögu hagfræðinnar þrátt fyrir stuttan lífsaldur. Stackelberg var þekktastur fyrir sitt framlag til leikjafræðinnar með Stackelberg líkaninu. Hans kenningar tilheyra nýklassískri hagfræði en hún leggur áherslu á að framboð og eftirspurn séu drifkraftar markaðarins.
Æviágrip
Stackelberg var af þýskri aðalsfjölskyldu frá Eistlandi, sem var hluti Rússneska keisaradæmisins. Hann fæddist í Moskvu í Rússlandi, þar sem Stackelberg bjó fyrstu æviárin. Fjölskyldan flúði land og flutti til Þýskalands í kjölfar Októberbyltingunar árið 1917. Hann stundaði nám í hagfræði og stærðfræði í háskólann í Köln og útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði árið 1930 undir handleiðslu Erwin W. Backerath. Habilitations-ritgerð hans, sem kom út 1934 þróaði kenningu Antoine Augustin Cournot um fákeppni á tvíkeppnismarkaði (duopoly). Að námi loknu var hann skipaður prófessor við Kölnarháskóla.[1]
Árið 1935 var Stackelberg ráðinn sem prófessor hjá Berlínarháskóa og starfaði hann þar í sex ár. Sama ár og hann hóf störf í Berlín stofnaði hann hagfræði og stærðfræði tímarit sem bar nafnið Archivs für mathematische Wirtschafts- und Sozialforschung.[2] Markmið tímaritsins var að beita hugmyndfræði stærðfræðinnar í viðskiptum sem og í samfélaginu. [1]
Eftir sex ára störf færði hann sig yfir í Bonnháskóla og þremur árum seinna flutti Stackelberg til Spánar þar sem hann starfaði að hluta til í Complutense-hákólann í Madríd. Dvöl hans á Spáni var þó stutt því hann greindist með æxli og lést árið 1946. [1]
Stackelberg gekk í Nasistaflokkinn árið 1931 og varð liðþjálfi (Scharführer) í SS sveitunum árið 1934, en líkt og margir meðlimir þýskra aðalsfjölskyldna missti hann tiltrú á nasistaflokkinn þegar leið á seinni heimsstyrjöldina. Hann yfirgaf Þýskaland árið 1944 og flutti til Spánar, þar sem hann lést árið 1946.
Framlög til hagfræði
Stackelberg líkanið, einnig þekkt sem leiðtoga-fylgjandi líkanið var fyrst sett fram af Heinrich Stackelberg árið 1934. Líkanið hefur verið notað til þess að skýra ákvarðanir fyrirtækja undir ákveðnum kringumstæðum í undirgrein hagfræðinnar, leikjafræði.[3]
Stackelberg-líkanið segir okkur hvernig fyrirtæki taka ákvarðanir í fákeppni (tvíkeppni). Í Stackelberg líkaninu hagar eitt fyrirtæki sér sem leiðtogi á meðan hitt fyrirtækið hagar sér sem fylgjandi.[3] Leiðtoginn tekur fyrstur ákvörðun um að framleiða ákveðið magn sem hámarkar eigin hagnað. Fylgjandi tekur síðan ákvörðun um hve mikið magn hann eigi að framleiða til þess að hámarka eigin hagnað. Þannig er ákvörðun fylgjandans byggð á ákvörðun leiðtogans.[4] Eitt af grunnforsendum Stackelberg líkansins er að hann er kyrrstöðuleikur (e. static game) en það þýðir að eitt fyrirtæki tekur fyrst ákvörðun og hitt fyrirtækið tekur síðan sína ákvörðun í kjölfarið.[3]
Aðrar mikilvægar forsendur eru einnig gefnar í Stackelberg líkaninu. Stackelberg gerir ráð fyrir því að fyrirtækin hafi fullkomnar upplýsingar um eftirspurn á markaði ásamt fullkomnum upplýsingum um framleiðslukostnað hjá hvoru fyrirtæki á markaði. Líkanið gerir ráð fyrir því að leiðtoginn taki ákvörðun með það í huga að hitt fyrirtækið á markaði muni haga sér sem fylgjandi í samræmi við forsendur Cournot líkansins. Það er einungis pláss fyrir einn leiðtoga í Stackelberg líkaninu. Skyldu fleiri en eitt fyrirtæki haga sér eins og leiðtogi, mun það leiða til ójafnvægis á markaði. Ójafnvægi á þessum markaði myndi leiða til verðstríðs þar til annað fyrirtækið lætur undan og hagar sér aftur eins og fylgjandi, eða þá að það mun leiða til samráðs milli fyrirtækjanna á markaði.[4]