Heimsveldi þar sem sólin sest aldrei getur átt við um nokkur heimsveldi í sögunni, en var upphaflega notað í núverandi mynd um spænska heimsveldið í valdatíð Karls 5.[1] Áður hafði stundum verið sagt að veldi tiltekinna konunga næði „frá sólarupprás til sólarlags“[2] eða yfir „öll þau lönd sem sólin skín á“[3] Á 19. öld varð vinsælt að lýsa útbreiðslu og umfangi breska heimsveldisins með þessum orðum. Á hátindi sínum náði breska heimsveldið yfir landsvæði sem spannaði nær öll tímabelti jarðar.[4] Þessi lýsing hefur líka verið notuð í samhengi bandarískrar heimsvaldastefnu með vísun í lönd þar sem eru bandarískar herstöðvar.[5]
↑Ancient Egyptian Literature: A Book of Readings, ed. Miriam Lichtheim, Berkeley & Los Angeles & London: University of California Press, (1975), vol I, p 230.