Hótel Saga

Hótel Saga.

Hótel Saga (eða Radisson Blu Saga Hotel), fyrrum kölluð Bændahöllin, var hótel í Vesturbæ Reykjavíkur.

Hótelið var í eigu Bændasamtakanna en framkvæmdir hófust við byggingu þess árið 1956. Það var tekið í notkun árið 1962. Viðbygging var byggð norðan við húsið og lauk framkvæmdum 1985. Á Hótel Sögu eru 235 herbergi [1], tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Súlnasalur þeirra stærstur. Skrifstofur Bændasamtakanna voru á þriðju hæð hótelsins. Veitingastaðurinn Grillið er efst. Einnig eru meðal annars starfrækt í húsinu rakari, barir, hárgreiðslustofa, líkamsræktarsalur, bankaútibú og ráðstefnudeild. [2]

Árið 2018 var opnað þar pósthús á neðstu hæð sem þjónar 101, 107 og 170 hverfum (og kom í stað pósthúsa við Pósthússtræti og Eiðistorg).

Ýmsir þjóðhöfðingjar og þekktir tónlistarmenn hafa dvalið á hótelinu. Enska karlalandsliðið í knattspyrnu dvaldi þar haustið 2020.

Óvíst var með framtíð hótelsins í COVID-19-faraldrinum og var það sett á sölu árið 2021. [3]

Fór svo að ríkið keypti hótelið og verður það notað undir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúða. [4] Árið 2022 var Hótel Saga notuð fyrir flóttamenn, þar á meðal frá Úkraínu.

Tilvísanir

  1. Tveir gestir á Hótel Sögu en 235 herbergi Rúv, skoðað 27. apríl 2020
  2. Hótel saga Geymt 31 október 2018 í Wayback Machine Bændasamtök Íslands, skoðað 24. okt, 2018.
  3. [https://www.ruv.is/frett/2021/06/24/unnid-i-kapp-vid-timann-ad-selja-hotel-sogu Unnið í kapp við tímann að selja Hótel Sögu]Rúv, skoðað 24/6
  4. Ganga frá kaupum ríkisins Rúv, sótt 22/12 2021