Guðrún Ósvífursdóttir

Minningarsteinn um Guðrúnu Ósvífursdóttur á Helgafelli, þar sem hún bjó síðari hluta ævinnar.

Guðrún Ósvífursdóttir var íslensk kona á söguöld, aðalkvenhetja Laxdælu og ein þekktasta kvenpersóna Íslendingasagna. Hún var fjórgift en var auk þess heitkona Kjartans Ólafssonar, en giftist síðan Bolla fóstbróður hans vegna þess að Kjartan kom ekki heim frá Noregi á umsömdum tíma og Bolli taldi henni trú um að hann væri orðinn henni afhuga.

Guðrún var dóttir Ósvífurs Helgasonar, Óttarssonar, Bjarnasonar austræna. Kona Ósvífurs hét Þórdís Þjóðólfsdóttir. Þau bjuggu á Laugum í Sælingsdal og áttu auk Guðrúnar fimm syni sem hétu Óspakur, Helgi, Vandráður, Torráður og Þórólfur. Í Laxdælu segir að Guðrún hafi verið kvenna vænst sem þá uxu upp á Íslandi, bæði að ásjónu og vitsmunum.

Þorvaldur og Þórður

Þegar Guðrún var fimmtán ára bað Þorvaldur Halldórsson bóndi í Garpsdal í Gilsfirði hennar og var hún ekki spurð álits. Hjónaband þeirra var ekki gott og þau skildu fljótlega. Þórður Ingunnarson á Hóli í Saurbæ hafði oft heimsótt þau hjón og lá það orð á að eitthvað væri milli þeirra Guðrúnar. Þórður var kvæntur maður en eftir eggjan Guðrúnar sagði hann skilið við konu sína á þeirri forsendu að hún klæddist setgeirabrókum eins og karlmaður. Nokkru síðar giftust þau Guðrún og var sambúð þeirra góð, en eftir skamman tíma drukknaði Þórður við Skálmarnes og var göldrum kennt um. Guðrún eignaðist skömmu síðar son sem látinn var heita Þórður eftir föður sínum. Hann var í fóstri hjá Snorra goða Þorgrímssyni og var kallaður Þórður köttur. Í Landnámu er einnig nefnd Arnkatla dóttir þeirra.

Kjartan og Bolli

Guðrún var enn kornung og fór aftur heim að Laugum til foreldra sinna og bræðra. Kjartan Ólafsson, sonur Ólafs páa Höskuldssonar, og Bolli Þorleiksson fóstbróðir hans komu oft að Sælingsdalslaug og var Guðrún þá jafnan þar fyrir. Kjartani þótti gott að tala við Guðrúnu því hún var bæði vitur og málsnjöll. Feður þeirra voru miklir vinir og með þeim þótti jafnræði. En Kjartan hafði hug á að fara til Noregs og varð úr að hann keypti helming í skipi sem Kálfur Ásgeirsson átti og fóru þeir Bolli fóru utan. Þeir ætluðu að vera í þrjá vetur en Guðrún var ekki sátt við það og skildu þau ósátt.

Kjartan og Bolli voru í Niðarósi þrjá vetur en þegar Bolli bjóst til heimfarar vildi Ólafur konungur Tryggvason ekki láta Kjartan lausan og hélt honum og þremur öðrum Íslendingum í gíslingu. Hann bað þó Bolla að skila kveðju til frænda og vina á Íslandi og átti þar við Guðrúnu. Bolli gerði það þó ekki, heldur lét hann í það skína að Kjartan hefði lagt hug á Ingibjörgu konungssystur, sem þótti kvenna fegurst, og óvíst að hann kæmi aftur á næstunni. Síðan bað hann sjálfur Guðrúnar og þau giftust. Guðrún hafði áður sagt að hún mundi engum manni giftast meðan Kjartan væri á lífi en lét þó tilleiðast fyrir fortölur ættingja og settust þau að á Laugum.

Kjartan kom heim næsta sumar og sá enginn honum bregða við fréttirnar af giftingu Guðrúnar og Bolla. Hann kvæntist nokkru síðar sjálfur Hrefnu, systur Kálfs vinar síns. Brátt urðu erjur á milli Kjartans annars vegar og Bolla og Guðrúnar hins vegar. Meðal annars fór Kjartan með flokk manna að Laugum, umkringdi bæinn og hleypti engum út í þrjá daga, svo að fólk komst ekki til útikamars en þurfti að gera sín stykki inni og þótti það hin mesta skömm.

Dráp Kjartans

Nokkru síðar frétti Guðrún að Kjartan væri á ferð í grenndinni og væri fáliðaður. Hún sagði bræðrum sínum og Bolla að fara að honum. Þeir vildu það ekki en hún ögraði þeim þá, kallaði bræður sína bændadætur og hótaði að skilja við Bolla. Þeir fóru þá. en þegar þeir fundu Kjartan sat Bolli hjá og börðust Ósvífurssynir lengi einir við hann. Þá spurði Kjartan Bolla af hverju hann hefði farið að heiman ef hann ætlaði að sitja hjá og Ósvífurssynir eggjuðu hann. Á endanum stóðst Bolli ekki eggjanirnar, spratt á fætur og vó Kjartan fóstbróður sinn með sverðinu Fótbít.

Þegar Bolli kom heim að Laugum og sagði Guðrúnu tíðindin sagði hún: „Misjöfn verða morgunverkin. Eg hefi spunnið tólf alna garn en þú hefir vegið Kjartan.“ Svo bætti hún því við að sér þætti mest um vert að Hrefna mundi ekki ganga hlæjandi til sængur um kvöldið. Þá reiddist Bolli og sagði að sig grunaði að henni hefði brugðið minna við ef hann og bræður hennar hefðu legið eftir á vígvellinum en Kjartan fært henni tíðindin.

Dráp Bolla

Ólafur faðir Kjartans gerði sætt við Bolla en þegar hann dó nokkrum árum síðar fóru bræður Kjartans og fleiri að Bolla þar sem hann var í seli ásamt Guðrúnu og felldu hann. Helgi Harðbeinsson hét sá sem drap Bolla og þurrkaði hann blóðið í blæju Guðrúnar, en hún brosti við. Helgi sagði þá að sig grunaði að undir þessu blæjuhorni byggi sinn höfuðbani. Guðrún gekk þá með son sinn, sem látinn var heita Bolli, en áður hafði hún átt soninn Þorleik með Bolla. Í Landnámu eru einnig nefndir synirnir Höskuldur og Surtur og dóttirin Þorgerður. Þegar Þorleikur og Bolli voru komnir á unglingsár eggjaði Guðrún þá til að hefna föður síns og fóru þeir þá að Helga og drápu hann.

Fjórða hjónabandið og elliárin

Fjórði maður Guðrúnar var Þorkell Eyjólfsson, stórauðugur maður sem átti tvö skip í förum milli landa. Þau bjuggu á Helgafelli, en Guðrún og faðir hennar höfðu haft landaskipti við Snorra goða skömmu eftir fall Bolla og flutti hann þá að Laugum. Guðrún og Þorkell eignuðust einn son sem hét Gellir og var afi Ara fróða, og dóttur sem hét Rjúpa. Þorkell drukknaði við Bjarneyjar á Breiðafirði þegar hann var að flytja kirkjuvið sem Ólafur konungur hafði gefið honum.

Guðrún bjó á Helgafelli til elli og varð blind á endanum. Einhverju sinni spurði hann Bolli hana hvaða mann hún hefði elskað mest. Guðrún svaraði: „Þorkell var maður ríkastur og höfðingi mestur en engi var maður gervilegri en Bolli og allbetur að sér. Þórður Ingunnarson var maður þeirra vitrastur og lagamaður mestur. Þorvalds get eg að engu.“

Bolli gekk eftir svari, sagði að hún þyrfti ekki að leyna því lengur hverjum hún hefði unnað mest. Þá sagði Guðrún: „Þeim var eg verst er eg unni mest.“

Tenglar

  • „Laxdæla saga“.
  • Þeim var ek verst...; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1991

Read other articles:

A Brand New DayAlbum studio karya Ten 2 FiveDirilis30 Juni 2006GenrePopLabelEMI Music IndonesiaGP RecordsSuria Records (Malaysia)Kronologi Ten 2 Five Ost. Me vs High Heels(2005)Ost. Me vs High Heels2005 A Brand New Day (2006) 3 (2007)32007 A Brand New Day merupakan sebuah album musik kedua karya Ten 2 Five. Dirilis pada tahun 2006. Lagu utamanya ialah Don't Say Goodbye. Daftar lagu A Brand New Day Don't Say Goodbye Crazy 'bout U Good Morning Indonesia I Miss U Katamu My Love Passion Kerag...

 

PemberitahuanTemplat ini mendeteksi bahwa artikel bahasa ini masih belum dinilai kualitasnya oleh ProyekWiki Bahasa dan ProyekWiki terkait dengan subjek. Terjadi [[false positive]]? Silakan laporkan kesalahan ini. 17.20, Jumat, 29 Maret, 2024 (UTC) • hapus singgahan Sebanyak 1.305 artikel belum dinilai Artikel ini belum dinilai oleh ProyekWiki Bahasa Cari artikel bahasa  Cari berdasarkan kode ISO 639 (Uji coba)  Kolom pencarian ini hanya didukung oleh beberapa antarmuka Hala...

 

The Paine House in Washington Washington is a village within the town of Coventry in Kent County, Rhode Island,[1] and is part of the Pawtuxet River Valley  [Wikidata]. Background The village was first settled in the 1670s around the time of King Philip's War. It was re-settled after the War and named Braytontown after a local family, the Braytons, who resided in the Paine House which is the oldest surviving building in the village of Washington and was once a Tavern. Th...

Ferrán Torres Torres con il Valencia nel 2019 Nazionalità  Spagna Altezza 185 cm Peso 80 kg Calcio Ruolo Attaccante Squadra  Barcellona Carriera Giovanili 2006-2017 Valencia Squadre di club1 2017-2020 Valencia71 (6)2020-2022 Manchester City28 (9)2022- Barcellona70 (15) Nazionale 2016-2017 Spagna U-1724 (2)2018-2019 Spagna U-1917 (9)2019 Spagna U-216 (0)2020- Spagna40 (18) Palmarès  Europei di calcio Bronzo Europa 2020  Europei di calcio Under-19 Oro...

 

Stranger ThingsMusim 4Poster promosiDibintangi Winona Ryder David Harbour Millie Bobby Brown Finn Wolfhard Gaten Matarazzo Caleb McLaughlin Noah Schnapp Sadie Sink Natalia Dyer Charlie Heaton Joe Keery Maya Hawke Brett Gelman Priah Ferguson Matthew Modine Paul Reiser Negara asalAmerika SerikatJml. episode9RilisJaringan asliNetflixTanggal disiarkan27 Mei (2022-05-27) –1 Juli 2022 (2022-7-1)Kronologi Musim← SebelumnyaMusim 3 Stranger Things (musim 4) merupakan serial tel...

 

Robert H. Jackson Robert Houghwout Jackson (13 Februari 1892 – 9 Oktober 1954) adalah seorang jaksa dan hakim Amerika Serikat yang menjadi Hakim Agung dari Mahkamah Agung Amerika Serikat. Jackson juga dikenal atas penugasannya sebagai Kepala Jaksa Amerika Serikat di pengadilan Nuremberg terhadap para penjahat perang Nazi usai Perang Dunia II. Referensi Daftar pustaka Abraham, Henry J., Justices and Presidents: A Political History of Appointments to the Supreme Court. 3d ed. Ne...

GloboNewsDiluncurkan15 Oktober 1996PemilikGlobosat (Grupo Globo)SloganNunca desliga. (Tidak pernah padam.)Negara BrasilBahasaPortugisKantor pusatRio de Janeiro (RJ), São Paulo (SP), Brasília (DF), New York (NY) dan LondonSitus webSitus web resmiTelevisi InternetGlobosat PLAYAo Vivo(Login Brasil dan TV Signature diperlukan) GloboNews adalah saluran televisi berita Grupo Globo, yang merupakan saluran berita 24-jam pertama di televisi Brasil. Saluran ini diluncurkan pada 15 Oktober 1996, ...

 

CFESat undergoing inspections at Los Alamos National Laboratory. CFESat (Cibola Flight Experiment Satellite) was a satellite that examined radio spectra for ionospheric and lightning studies, using field-programmable gate arrays (FPGAs). As well as science observation, the mission aimed to demonstrate the use of reconfigurable FPGAs to work in the radiation environment of low Earth orbit.[1][2] The eight satellite payloads were built by Los Alamos National Laboratory, and the ...

 

Pour les articles homonymes, voir Théia (homonymie). Théia Vue d'artiste d'un impact géant, comme entre la Terre (à gauche) et Théia (à droite), montrant notamment la formation d'une synestia, sorte de nuage très dense fait de matière terrestre en évaporation qui entoure la planète.Caractéristiques orbitalesÉpoque ~ −4,5 GaÉtabli sur ?  observ. couvrant ? (U = ?) Demi-grand axe (a) ~ 150 × 106 km(~ 1 ua) Période de révolution (Prév) Inconnu j Catégorie Prot...

Constituency of the Maharashtra legislative assembly in India HatkanangaleConstituency No. 278 for the Maharashtra Legislative AssemblyConstituency detailsCountryIndiaRegionWestern IndiaStateMaharashtraDistrictKolhapurLS constituencyHatkanangleReservationSCMember of Legislative Assembly14th Maharashtra Legislative AssemblyIncumbent Raju Awale PartyIndian National CongressElected year2019 Hatkanangale Assembly constituency is one of the 288 Vidhan Sabha (legislative assembly) constituencies of...

 

Institut Penelitian Perdamaian Internasional StockholmTanggal pendirian06 Mei 1966 (1966-05-06)TujuanMenyediakan data, analisis dan rekomendasi, berdasarkan sumber terbuka, kepada pembuat kebijakan, peneliti, media dan masyarakat yang berminatSitus webwww.sipri.org Markas SIPRI di Solna di luar kota Stockholm. Institut Penelitian Perdamaian Internasional Stockholm atau SIPRI (bahasa Inggris: Stockholm International Peace Research Institute), adalah sebuah lembaga internasional yang b...

 

萨尔多阿Sardoá市镇萨尔多阿在巴西的位置坐标:18°47′02″S 42°21′54″W / 18.7839°S 42.365°W / -18.7839; -42.365国家巴西州米纳斯吉拉斯州面积 • 总计141.508 平方公里(54.637 平方英里)人口 • 總計5,196人 • 密度36.7人/平方公里(95.1人/平方英里) 萨尔多阿(葡萄牙语:Sardoá)是巴西米纳斯吉拉斯州的一个市镇。总面积141.508平方公�...

Pelabuhan Perjanjian (bahasa Korea: 코버넌트 포트; Hanzi: 盟约港口) adalah pelabuhan kota di Tiongkok yang melayani tujuan Jepang, Taiwan dan Korea Selatan. Pelabuhan ini dibuka untuk pedagang asing menyusul disepakatinya Perjanjian Tidak Adil. Referensi Japan's Treaty Ports and Foreign Settlements: The Uninvited Guests, 1858–1899 oleh J.E. Hoare (RoutledgeCurzon, 1995) ISBN 978-1-873410-26-4. China.Catholic Encyclopedia. Robert Appleton Company. Artikel ini memuat te...

 

2001 novel by Phaswane Mpe Welcome to Our Hillbrow AuthorPhaswane MpeLanguageEnglishGenreNovelPublisherUniversity of Natal Press (South Africa)Publication date2001Publication placeSouth AfricaMedia typePrint (Hardback & Paperback)ISBN978-0-86980-995-2 Welcome to Our Hillbrow, is a novel by South African novelist Phaswane Mpe which deals with issues of xenophobia, AIDS, tradition, and inner city status in the Hillbrow neighborhood of post-apartheid Johannesburg. It was first published...

 

Questa voce sull'argomento atleti norvegesi è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Christina VukicevicNazionalità Norvegia Altezza177 cm Peso63 kg Atletica leggera SpecialitàOstacoli Palmarès Competizione Ori Argenti Bronzi Europei indoor 0 0 1 Mondiali juniores 0 1 0 Europei under 23 1 1 0 Europei juniores 0 1 0 Vedi maggiori dettagli  Modifica dati su Wikidata · Manuale Lj...

بحيرة إدكوالموقع الجغرافي / الإداريالإحداثيات 31°15′02″N 30°12′41″E / 31.25053°N 30.21139°E / 31.25053; 30.21139 دول الحوض مصر هيئة المياهالنوع بحيرة القياساتالمساحة 62٫78 كيلومتر مربع معلومات أخرىالملوحة 488 نسبة ألفية[1] تعديل - تعديل مصدري - تعديل ويكي بيانات بحيرة إدكو هي إحدى �...

 

Questa voce o sezione sull'argomento centri abitati del Piemonte non cita le fonti necessarie o quelle presenti sono insufficienti. Puoi migliorare questa voce aggiungendo citazioni da fonti attendibili secondo le linee guida sull'uso delle fonti. Valenzacomune Valenza – VedutaPiazza XXXI Martiri LocalizzazioneStato Italia Regione Piemonte Provincia Alessandria AmministrazioneSindacoMaurizio Oddone (Lega Nord) dal 5-10-2020 TerritorioCoordinate45°00′50.49�...

 

Chinese politician In this Chinese name, the family name is Zhao. Zhao Cangbi赵苍璧Minister of Public SecurityIn office5 March 1978 – 21 June 1983PremierHua GuofengZhao ZiyangPreceded byHua GuofengSucceeded byLiu FuzhiPolitical Commissar of the People's Armed PoliceIn officeJanuary 1983 – July 1983Preceded byOffice establishedSucceeded byLiu Fuzhi Personal detailsBorn(1916-03-12)March 12, 1916Qingjian County, Shaanxi, Republic of ChinaDiedMay 11, 1993(1993-05-11) (age...

Electoral tribunal of Mexico Electoral Tribunal of the Federal JudiciaryLogo of the Electoral TribunalEstablished22 August 1996; 28 years ago (1996-08-22)LocationMexico City, MexicoComposition methodSupreme Court nomination with Senate confirmationAuthorized byConstitution of MexicoJudge term length9 yearsNumber of positions7Websitewww.te.gob.mxPresidentCurrentlyReyes Rodríguez MondragónSinceSeptember 1st, 2021 Politics of Mexico Federal government Constitution of Mexico(h...

 

Gioacchino MuratRitratto di Gioacchino Murat di François Gérard, 1811 circa, collezione privataRe delle Due Siciliecome Gioacchino NapoleoneStemma In carica1º agosto 1808 –22 maggio 1815 PredecessoreGiuseppe SuccessoreFerdinando IV Granduca di Berg e ClèvesIn carica15 marzo 1806 –1º agosto 1808 Predecessoretitolo creato SuccessoreNapoleone Luigi Bonaparte I Principe MuratIn carica15 marzo 1806 –13 ottobre 1815 Predecessoretitolo creato SuccessoreAchille Murat N...