Gunnars saga Keldugnúpsfífls

Gunnars saga Keldugnúpsfífls er fremur ung Íslendingasaga, talin samin á 15. eða 16. öld og varðveitt í nokkrum handritum frá 17. og 18. öld.[1] Sagan hefst á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu og segir frá átökum sona bóndans að Keldugnúpi, Helga og Gunnars, við sveitunga sína, einkum syni bóndans á Hörgslandi. Gunnar er í upphafi sögunnar kolbítur sem heldur sig í eldhúsinu, en reynist svo margra manna maki. Sagan berst til annarra landa, meðal annars lands sem gæti minnt á Grænland þar sem þeir takast á við tröll, Noregs og Eystrasalts. Í lok sögunnar sest Gunnar að á Hörgslandi og Helgi á Keldugnúpi.

Gunnarshellir er þekktur hellir ofan við Keldugnúp á Síðu þar sem bræðurnir fela sig í einum kafla sögunnar.

Tilvísanir

  1. „Gunnars saga Keldugnúpsfífls ~ Titlar“. Handrit.is.

Tenglar