Grunnskóli Seltjarnarness er skóli á Seltjarnarnesi á Höfuðborgarsvæðinu. Hann varð til árið 2004 við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Nemendur voru 524 talsins árið 2017.[1] Skólastjóri er Ólína Thoroddsen.
Mýrarhúsaskóli (1.–6. bekkur)
Mýrarhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness og í honum eru nemendur frá 1.–6. bekk. Hann hefur verið starfandi frá árinu 1875.
Valhúsaskóli (7.–10. bekkur)
Valhúsaskóli er hluti af Grunnskóla Seltjarnarness og í honum eru nemendur frá 7.–10. bekk. Hann var stofnaður út frá Mýrarhúsaskóla árið 1974 sem gagnfræðaskóli en var sameinaður Mýrarhúsaskóla 2004.