Glock var stofnað árið 1963 af austurrískum verk-/tæknifræðingi Gaston Glock. Fyrirtækið framleiddi í fyrstu hnífa, verkfæri, plastmagasín og æfingarhandsprengjur, en hóf ekki framleiðslu á skotvopnum fyrr en árið 1970 þegar þeir settu á markað vélbyssubelti. Fyrsta skammbyssan, Glock 17, sem fyrirtækið bjó til, var hönnuð á fyrri hluta níunda áratugarins og var að hluta til úr plastefni, sem þá var nýung í skammbyssum.
Samstarfsmaður stofnandans, Gaston Glocks reyndi að ráða hann af dögunum og réð til verkanarins flugumann. Í árásinni 1999 hlaut Gaston þung höfuðhögg, en tókst að verjast með berum höndum og flýja af vettvangi. Tilræðismennirnir hlutu þunga fangelsisdóma í kjölfarið.