Abies fraseri er náskyldur balsamþin (Abies balsamea), og hefur stundum verið talinn undirtegund hans (sem A. balsamea subsp. fraseri (Pursh) E.Murray) eða afbrigði (sem A. balsamea var. fraseri (Pursh) Spach).[2][3][4][5]
Nöfn
Tegundin Abies fraseri er nefnd eftir skoska grasafræðingnum John Fraser (1750–1811) sem gerði fjölda grasasafnana á svæðinu.[3] Nafnið hefur stundum verið rangstafsett "Frasier," "Frazer" eða "Frazier."
Fyrr á tímum var hann stundum kallaður "she-balsam" vegna þess að hægt var að "mjólka" trjákvoðuna úr blöðrum barkarins,[6] gagnstætt "he balsam" (Picea rubens) sem ekki var hægt að mjólka. Hann hefur einnig verið kallaður "balsam fir", sem býður upp á rugling við A. balsamea.[7]
Lýsing
Abies fraseri er smávaxið sígrænt barrtré, yfirleitt á milli 10 til 15 metra hár, en sjaldan að 25 metrum, með stofnþvermál 40 til 50 sm, sjaldan 75 sm. Krónan er keilulaga, með beinum greinum yfirleitt láréttar eða upp í 40° frá stofninum; mjög þéttar á meðan tréð er ungt og gisnari við þroska. Börkurinn er þunnur, sléttur, grábrúnn, og með fjölda kvoðubóla á yngri trjám, og verður hreistrugur með aldri.
Barrið er nálarlaga; nálar eru í spíral upp eftir sprotanum en undin við fótinn og mynda tvær raðir til hvorrar hliðar. Það er 10 til 23mm langt og 2 til 2.2mm breitt; flatt; sveigjanlegt; rúnnað eða lítið eitt sýlt í endann; dökkt til blágrænt að ofan; oft með lítinn blett af loftaugum nálægt endanum; og með 2 silfraðar rendur af loftaugarásum að neðan. Sterk lyktin minnir á terpentínu.
Könglarnir eru uppréttir; sívalir; 3.5 til 7 sm langir (sjaldan að 8 sm), og 2.5 til 3 sm ( sjaldan 4 sm) breiðir; dökk purpuralitir, verða fölbrúnir við þroska; oft með trjákvoðu; og með löngum aftursveigðum grænum, gulum eða fölpurpuralitum hreisturblöðkum. Könglarnir sundrast við þroska 4 til 6 mánaða gamlir til að losa vængjuð fræin.[2][3][4]
Sumir grasafræðingar líta á undirtegund balsamþins nefnda Abies balsamea var. phanerolepis sem náttúrulegan blending við Glæsiþin, og þá skráðan sem Abies × phanerolepis (Fernald) Liu.[3]
Vistfræði
Fjölgun og vöxtur
Glæsiþinur er monoecious, sem þýðir að bæði kven og karlblóm (í sitt hvoru lagi) eru á sama tré.[8] Blómbrum opnast yfirleitt frá miðjum maí til byrjun júní. Kvenblómin eru yfirleitt í efstu metrum krónunnar og á enda greina. Karlblómin eru fyrir neðan kvenblómin, en að mestu í efri helmingi krónunnar. Blómgun og fræmyndun getur hafist þegar trén eru aðeins 15 ára gömul. Fræin þroskast auðveldlega á flestu undirlagi sem er nógu rakt (mosi, mór, rotnandi stofnar o.fl.).[9]
Abies fraseri verður fyrir miklum áföllum af innfluttu skordýri; Adelges piceae. Innflutningur þess hefur leitt til mikilla affalla af glæsiþini, með yfir 80 prósenta dauða fullorðinna trjáa. Mikil endurnýjun smáplantna vegna skorts á yfirvexti hefur leitt til góðs vaxtar á heilbrigðum ungum trjám þar sem einu sinni stóðu þroskaðir skógar. Hins vegar, þegar þessi ungu tré verða nógu gömul til að þau fari að vera með sprunginn börk, geta þau orðið fyrir árásum og drepist.
Vegna þessa er framtíð tegundarinnar óviss, þó að Mount Rogers-skógurinn (Virginíu) hefði að mestu sloppið. Hnignun glæsiþins í suður-Appalasíufjöllum hefur leitt til taps á búsvæði mosa sem er mikilvægur fyrir köngulóna Microhexura montivaga (3 til 4 mm stór og lifir á stökkmor, mjög sjaldgæf).[5]
Ræktun og nytjar
Hann er ekki mikilvægur í timburframleiðslu, en mikið notaður sem jólatré. Mildur ilmurinn, lögunin, kröftugar greinar, og eiginleikinn að missa ekki nálarnar (sem stinga ekki þegar verið er að hengja upp skrautið) í langan tíma eftir að tréð er fellt gerir það að einni af hentugustu tegundunum til þess.[10] Glæsiþinur hefur verið notaður oftar sem jólatré Hvíta Hússins heldur nokkuð annað tré.[heimild vantar]
Samsetningin af lögun, nálafestu, dökk blágrænn litur, þægilegur ilmur og góðir flutningseiginleikar hafa gert glæsiþin að einni vinsælustu jólatrjáategundinni. Ræktun og uppskera á þessari tegund fyrir jólatré og greinar er margmilljóna dollara viðskipti í suður-Appalasíufjöllum. Norður-Karólína framleiðir meginhluta þeirra.[11] Hann þarf 7 til 10 ár á akri til að verða 2 metra hár. North Carolina General Assembly gerði 2005 löggjöf sem gerði glæsiþin að opinberu jólatré Norður-Karólínu.
↑Frankenberg, D. (2000). Exploring North Carolina's Natural Areas: Parks, Nature Preserves, and Hiking Trails. Chapel Hill: University of North Carolina Press. ISBN0-8078-4851-4. p343
↑Sutton, M. & Sutton, A. (1985). Eastern forests (Audubon Society Nature Guides). New York: Knopf. ISBN0-394-73126-3. p363