Galatasaray er tyrkneskt knattspyrnulið. Galatasaray er eitt vinsælasta og sigursælasta knattspyrnulið Tyrklands og hefur spilað í efstu deild frá árinu 1906.
Galatasaray á í langvinum og hörðum ríg við Fenerbahce. Uppruna rígsins má rekja til þess tíma þegar liðin voru stofnuð snemma á 20. öld. Galatasaray var stofnað af námsmönnum sem bjuggu Evrópumegin í Istanbul og í gegnum tíðina hefur fólk af hærri stétt og minni trúarhita stutt Galatasaray. Múslimar af stétt verkamanna stofnuðu hins vegar Fenerbahce. Ósætti á milli stuðningsmanna liðanna byggir því á stjórnmálaskoðunum, stétt og mis ákafrar þjóðernishyggju. Síðan árið 1980 hefur Galatasaray þó náð meiri árangri í Evrópukeppnum og aðdáendahópur liðanna blandast með tímanum. Í skoðunarkönnun sem gerð var árið 2022 kom fram að 37,6% íþróttaáhugamanna í Tyrklandi styðja Galatasaray og 32,3% styðja Fenerbahce. Því má sjá að stuðningur við liðin nær langt út fyrir Istanbúl.[9]
Liðin hafa mæst 397 sinnum og hefur Fenerbahce unnið fleiri viðureignir eða 148 á meðan Galatasaray er með 127 sigra.
Tenging við Ísland
Kolbeinn Sigþórsson var lánaður frá Nantes til Galatasaray haustið 2016. Hann gat þó ekkert spilað með liðinu vegna meiðsla og Galatasaray rifti lánssamningnum um áramót.[10]