Fönix (stjörnumerki)

Fönix á stjörnukorti.

Fönix (latína: Phoenix) er stjörnumerki á suðurhimni sem Petrus Plancius skilgreindi á 16. öld. Stjörnumerkið dregur nafn sitt af goðsagnafuglinum fönix. Fönix er einn af „suðurfuglunum“ ásamt Trönunni, Páfuglinum og Túkananum.

Bjartasta stjarna merkisins, Alfa Phoenicis eða Ankaa (sem merkir „fönix“ á arabísku), er rauðgul risastjarna með birtustigið 2,4.

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.