Yfirburðir prússneska hersins urðu fljótt ljósir og stöfuðu meðal annars af notkun járnbrauta og nýtískulegs stórskotaliðs. Prússar unnu nokkra auðvelda sigra í Austur-Frakklandi og í orrustunni við Sedan þann 2. september 1870 handsömuðu þeir Napóleon 3. ásamt öllum her hans. Þetta batt þó ekki enda á stríðið, því lýðveldi var stofnað í París tveimur dögum síðar og mótspyrna Frakka hélt áfram.
Eftir fimm mánaða langt stríð unnu prússneskar og þýskar hersveitir franskar hersveitir í röð bardaga í Norður-Frakklandi, og í kjölfar umsáturs um borgina féll París í hendur Prússa þann 28. janúar 1871. Tíu dögum síðar var þýska keisaraveldið stofnað. Friðarsáttmáli var undirritaður í Frankfurt þann 10. maí 1871.