Félag íslenskra rafvirkja er stéttarfélag rafvirkja, rafvélavirkja og rafveituvirkja. Félagið er stærsta aðildarfélag Rafiðnaðarsambands Íslands, með 1.700 félagsmenn. Félagið var stofnað 4. júní 1926. Það var við stofnun stéttarfélag rafvirkja í Reykjavík og hét „Rafmagnsvirkjafélag Reykjavíkur“. Hallgrímur Bachmann ljósameistari Leikfélags Reykjavíkur var fyrsti formaður félagsins.
Á aðalfundi félagsins 1943 er nafni félagsins breytt í Félag íslenskra rafvirkja (FÍR), þar sem félagssvæði þess var orðið landið allt. FÍR var aðalstofnaðili Rafiðnaðarsambands Íslands.