Evrópumót kvenna í knattspyrnu 2009 var haldið í Finnlandi dagana 23. ágúst til 10. september 2009. Gestgjafarnir Finnar fengu í heimsókn 11 önnur landslið sem unnu sér þátttökurétt þar með sigri í undanriðlum eða umspili.
Leikið var í þremur riðlum, þar sem tvö efstu lið hvers riðils komust áfram í 8-liða úrslit ásamt tveimur af þeim liðum sem urðu í 3. sæti sín riðils.
Þjóðverjar vörðu titil sinn, og hömpuðu bikarnum fimmtu keppnina í röð.