Askur eða evrópuaskur (fræðiheitiFraxinus excelsior) er tré af eskiættkvísl (Fraxinus).
Askurinn er einstofna tré með fremur mjóa krónu. Börkur er ljós og verða dökk brum mjög áberandi að vetri til. Blöðin eru stakfjöðruð og minna á blöð reyniviðar. Askur þarf rakan og frjósaman jarðveg, gott skjól og langt sumar.
Yfirleitt verður askurinn ekki eldri en 250 ára gamall, og er hann því fremur skammlíf tegund og getur sem margar slíkar náð miklum vexti á fyrstu árum sínum. Askurinn er í meðallagi stórvaxinn, allt að 46 m hár, en algengast að hann nái 20 til 35 metra hæð[1].
Eskitré ættuð frá Leksvík í Norður-Þrændalögum (norðlægasta náttúrlega vaxtarstað asks) þroska fræ á Tumastöðum og Múlakoti í Fljótshlíð. Hafa þau náð að minnsta kosti 15 metra hæð. Aski hættir til að kala í frostum, helst á nóttunni.