Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu.
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni.
Í stjórnarskrá Bandaríkjanna er kveðið á um hóp einstaklinga sem geta tekið við embætti forseta ef forseti fellur frá, segir af sér eða er vikið úr embætti, þá er einnig kveðið á um að þessir einstaklingar geti sinnt embættisskyldum forseta ef forseti er tímabundið ófær um að sinna embættinu.
Það hefur gerst átta sinnum að varaforseti Bandaríkjanna taki við embætti forseta vegna andláts forsetans og þá hefur einu sinni gerst að varaforseti tók við eftir að forsetinn sagði af sér. Það hefur hins vegar aldrei gerst að einstaklingur neðar í röðinni taki við vegna fráfalls eða afsagnar forseta. Þegar forseti er settur í embætti og þegar Forsetinn heldur hina árlegu State of The Union ræðu er einn einstaklingur úr erfðaröð forsetaembættisins hafður fjarverandi en sá einstaklingur gegnir hlutverki hins Tilnefnda eftirmanns og á að geta tekið við embætti forseta ef eitthvað kemur uppá, en það hefur sem betur fer aldrei gerst.