Strax um morguninn var gossprungan orðin 2 km að lengd og teygði sig frá norðri til suðurs. Stór sigdæld myndaðist kringum gíginn og fór stækkandi. Þá var gosmökkurinn kominn í 22 þúsund feta hæð um hálf-ellefuleytið.[1]
Gosaska dreifðist um alla Evrópu og olli miklum truflunum á flugumferð, en flugsamgöngur stöðvuðust dögum saman í mörgum ríkjum. Öskumistur gerði oft á Suðurlandi næstu árin vegna fokösku.