Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann
Fæddur6. febrúar 1969 (1969-02-06) (55 ára)
ÞjóðerniÍslenskur
MenntunKaupmannahafnarháskóli
Háskóli Íslands
StörfStjórnmálafræðingur, rithöfundur

Eiríkur Bergmann Einarsson (f. 6. febrúar 1969) er íslenskur stjórnmálafræðingur og rithöfundur.

Menntun og fræðistörf

Eiríkur Bergmann fæddist í Reykjavík árið 1969 og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Hann er prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst.[1] Hann útskrifaðist með Cand.scient.pol.-gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1998 og doktorsgráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2009.[2] Hann hefur verið gestakennari við ýmsar menntastofnanir, eðal annars við félagsvísindabrautina í Háskólanum í Ljubljana í Slóveníu.[3]

Eiríkur er aðallega þekktur fyrir greiningu sína á þjóðernispopúlisma, sem hann telur að hafi orðið að sérstakri tegund nýþjóðernishyggju í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.[4] Hann hefur einnig rannsakað samsæriskenningar, Evrópusamruna og efnahagskerfi Íslands, sér í lagi í tengslum við efnahagshrunið 2008 og eftirmála þess.[5]

Greinahöfundur

Eiríkur Bergmann er virkur greinahöfundur hjá ýmsum íslenskum fréttablöðum og hjá breska blaðinu The Guardian.[6]

Stjórnlagaráðið

Eiríkur var kjörinn árið 2010 á íslenska stjórnlagaþingið og var árið 2011 einn 25 meðlima stjórnlagaráðsins sem ætlað var að vinna endurbætur á stjórnarskrá Íslands.[7][8]

Tilvísanir

  1. „Partners“ (enska). European Women Leaders. Sótt 19. júní 2020.
  2. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?“. Vísindavefurinn.
  3. „Faculty of Social Sciences hosted Professor Eiríkur Bergmann from Bifröst University in Iceland“ (enska). Háskólinn Ljubljana. 22. mars 2016. Sótt 19. júní 2020.
  4. Bergmann, Eirikur (2020). „Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism“. Palgrave Macmillan.
  5. „Eirikur Bergmann“. Comparative Analysis of Conspiracy Theories in Europe (enska). European Cooperation in Science and Technology. Sótt 19. júní 2020.
  6. "Eirikur Bergmann". Profile. The Guardian.
  7. Elkins, Z., Ginsburg, T., & Melton, J. (14. október 2012). "A Review of Iceland’s Draft Constitution". The Comparative Constitutions Project.
  8. Valquíria Vita (30. maí 2013). „Como a Islândia reescreveu sua Constituição via Facebook“ (portúgalska). Superinteressante. Sótt 19. júní 2020.