Einar Örn Benediktsson (fæddur 29. október 1962) var einn stofnenda sjálfstæðu hljómplötuútgáfunnar Gramm árið 1981. Einar Örn var söngvari hljómsveitarinnar Purrks Pillnikk. Einar vermdi 2. sætið á lista Besta flokksins í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum árið 2010. Hann náði kjöri og sat því í borgarstjórn Reykjavíkur, ásamt fimm flokkssystkynum sínum.
Einar Örn var söngvari í hljómsveitinni Kukl frá 1983 til 1986. Kukl gaf út The Eye og Holidays in Europe. Eftir Kukl var Einar Örn einn af stofnendum Smekkleysu SM og meðlimur Sykurmolanna. Árið 2003 gaf hann út plötuna Ghostigital ásamt Curver og starfa þeir saman í dag sem hljómsveitin Ghostigital [1].