- Þessi grein fjallar um bæinn. Um borgarhlutann, sjá Ealing (borgarhluta).
Ealing er bær í borgarhlutanum Ealing í Vestur-London. Hann er í úthverfum og staðsettur um það bil 12,4 km vestan megin við Charing Cross. Bærinn dregur nafnið sitt úr saxnesku nafni Gillingas.
Á Englandi er hann þekktastur fyrir kvikmyndaverin Ealing Studios. Þessi kvikmyndaver eru þau elstu í heimi og eru þekkt fyrir að framleiða gamanleikina Kind Hearts and Coronets, Passport to Pimlico, The Ladykillers og The Lavender Hill Mob. BBC tók við stjórn veranna árið 1955 og svo var bærinn í sjónvarpsþáttum eins og Doctor Who og Monty Python's Flying Circus. Nokkrar kvikmyndir hafa verið framleiddar í þessum verum, til dæmis Notting Hill, The Importance of Being Earnest og Star Wars Episode II: Attack of the Clones.