Damon Albarn

Damon Albarn
Albarn á Wembley 2023
Albarn á Wembley 2023
Upplýsingar
FæddurDamon Albarn
23. mars 1968
UppruniLondon, Englandi
Stefnurpopp, rokk, hipp hopp, raftónlist, heimstónlist
Vefsíðahttp://damonalbarnmusic.com/

Damon Albarn (fæddur 23. mars 1968) er ensk-íslenskur tónlistarmaður, best þekktur sem söngvari britpopbandsins Blur.

Hann er einnig meðlimur annarra hljómsveita: Sýndarhljómsveitarinnar Gorillaz sem dregur m.a. áhrif frá hipp hoppi og heimstónlist, The Good, the Bad & the Queen og sveitarinnar Rocket Juice & the Moon. Sólóskífa Albarns Everyday Robots kom út 2014. Albarn kom til Íslands um miðjan 10. áratug 20. aldar og heillaðist af landinu. Hann á hús í Grafarvogi[1] og lýsti yfir áhuga á íslenskum ríkisborgararétti [2] og fékk hann í janúar 2021.

Sólóskífur

  • Everyday Robots (2014)
  • The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows (2021)

Tilvísanir

  1. Damon Albarn semur um Ísland – á enn rúmlega 100 milljóna hús í Reykjavík DV. skoðað 19. janúar 2021
  2. Damon Albarn vill íslenskan ríkisborgararétt Rúv, skoðað 19. jan. 2021