Dagur Hjartarson (f. 21. október 1986) er íslenskur rithöfundur, skáld og kennari.[ 1]
Dagur er fæddur á Fáskrúðsfirði á Austurlandi en hefur alla tíð búið í Reykjavík .[ 2] Dagur er menntaður í íslenskum bókmenntum og ritlist frá Háskóla Íslands .[ 2] Dagur kennir íslensku í Menntaskólanum við Sund .[ 3] Faðir Dags er rithöfundurinn Hjörtur Marteinsson .[ 4]
Dagur er, ásamt rithöfundinum Ragnari Helga Ólafssyni, einn forsvarsmanna bókaútgáfunnar Tunglsins forlags . Þeir eru einnig ritstjórar Ljóðbréfa sem gefin eru út af Tunglinu. Ljóðbréf innihalda á þriðja tug nýrra ljóðtexta eftir ýmsa höfunda og berast áskrifendum í bréfpósti. Fyrsta Ljóðbréfið kom út árið 2017.[ 5] [ 6]
Ritaskrá
Ár
Titill
Athugasemdir
2012
Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg ljóð
Ljóðabók
2013
Eldhafið yfir okkur
Smásagnasafn
Sjálfsmorðstíðni í Finnlandi
Smásagnasafn
2016
Síðasta ástarjátningin
Skáldsaga
2017
Heilaskurðaðgerðin
Ljóðabók
2018
Því miður
Ljóðabók
2019
Við erum ekki morðingjar
Skáldsaga
2020
Fjölskyldulíf á jörðinni
Ljóðabók
2022
Ljósagangur
Skáldsaga
2024
Sporðdrekar
Skáldsaga
Verðlaun og viðurkenningar
Tilvísanir
↑ 1,0 1,1 „Dagur Hjartarson – Forlagið bókabúð“ . Sótt 4. janúar 2025 .
↑ 2,0 2,1 „Síðasta ástarjátning Dags Hjartarsonar - RÚV.is“ . RÚV . 7. mars 2016. Sótt 4. janúar 2025 .
↑ „Kennarar“ . Menntaskólinn við Sund . Sótt 4. janúar 2025 .
↑ 4,0 4,1 „Dagur Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar – Rúnar Helgi Vignisson“ (bandarísk enska). Sótt 4. janúar 2025 .
↑ „Ljóðbréf n°1“ . Borgarbókasafnið . Sótt 4. janúar 2025 .
↑ „Ljodbref“ . ljodbrefid.nicepage.io (enska). Sótt 4. janúar 2025 .
↑ „Ljóðstafur Jóns úr Vör“ . Kópavogur . Sótt 4. janúar 2025 .
↑ „Bókmenntaverðlaun“ . fibut.is . Sótt 4. janúar 2025 .