Coahuila

Cohauila á korti.

Coahuila er fylki í norður-Mexíkó og er um 151.595 ferkílómetrar að stærð eða 3. stærsta fylkið. Íbúar eru 3,1 milljónir (2020) og er höfuðborgin og stærsta borgin Saltillo. Borgin Torreón er stærri ef tekið er með stórborgarsvæðið. Coahuila á landamæri að fylkjunum Chihuahua, Nuevo León, Zacatecas, og Durango. Í norðri er Texas og myndar fljótið Rio Grande (Río Bravo del Norte) landamærin. Sierra Madre Oriental er fjallgarður sem fer um fylkið.