Campeche

Kort.

Campeche er fylki á Júkatanskaga í suðaustur-Mexíkó. Flatarmál þess er um 57.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 930.000 (2020). Höfuðborgin heitir einnig Campeche. Hún var mikilvæg höfn Nýja Spáns. Frá 1970 gerði olíufundur undan ströndum Campeche auðugra. Eins og annars staðar á Júkatanskaga má finna regnskóga og fornminjar majaveldisins þar.