Chili-pipar (einnig chilipipar, sílípipar, eldpipar eða eldpaprika)[1] er ávöxturplantna af paprikuættkvísl innan náttskuggaættar. Ávextir þessir eru gjarnan nýttir til að krydda mat og fá fram hina einkennandi brennandi tilfinningu sem spendýr upplifa við að innbyrða efnið capsaicin sem einkennir ávexti paprikuættkvíslarinnar.