Bruninn í Kaupmannahöfn árið 1728

Byggingar sem brunnu eru sýndar gular á þessu korti frá árinu 1728, gert af Joachim Hassing.

Bruninn í Kaupmannahöfn árið 1728 eða Kaupmannahafnarbruninn er mesti eldsvoði í sögu Íslands og Kaupmannahafnar. Eldurinn braust út þann 20. október 1728, um kvöldið, og geisaði fram að morgni 23. október. Eldurinn lagði u.þ.b. 28% borgarinnar í rúst.

Fjöldi húsa brann til grunna eins og Þrenningarkirkjan við Sívalaturn. Mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar, fornfræðings og bókasafnara, fórst í eldinum, en megninu af skinnhandritum tókst að bjarga.

Tenglar

  • „Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?“. Vísindavefurinn.
  • Bruninn mikli; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1928
  Þessi Danmerkurgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.