William Bradley Pitt (f. 18. desember1963) er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur framleitt myndir eins og The Departed (2006) og 12 years a slave (2013).
Pitt fæddist í Shawnee Oklahoma en fluttist síðar til Missouri. Hann á tvö yngri systkini. Hann var alinn upp í íhaldssamri suður-baptisma-kristni en gerðist síðar trúleysingi eða guðleysingi. Pitt fluttist til Los Angeles og spreytti sig í sápuóperum og aukahlutverkum fyrst en síðar kvikmyndum. Fyrsta alvöru hlutverk hans var í myndinni Thelma and Louise og sló hann fyrst í gegn í myndinni Interview with the Vampire.
Hann var giftur leikkonunni Angelinu Jolie frá 2004 til 2016. Saman eiga þau 6 börn. Árið 2016 skildu Jolie og Pitt vegna óyfirstíganlegs ágreinings. Þau hafa rekið hjálparsamtök saman sem aðstoða stríðshrjáð lönd. [1] Pitt hefur áður verið með leikkonunum Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston.