Bjöllur (fræðiheiti Coleoptera) eru ættbálkur skordýra sem flest hafa harða skel. Bjöllur hafa tvö pör vængja. Aftara parið eru flugvængir. Fremra vængjaparið er ummyndaðir í harða skel sem kallast skjaldvængir. Þegar flugvængir eru ekki í notkun þá eru þeir brotnir saman og liggja undir skjaldvængjunum. Margar bjöllur hafa þróast þannig að þær hafa misst flugvængina. Bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur allra lífvera. Talið er að um 400.000 tegundir af bjöllum séu til.
Bjöllur skiptast í fjóra undirættbálka; Adephaga, Archostemata, Myxophaga og Polyphaga.
Fræðiheitið er komið úr grísku og var gefið því af Aristóteles frá koleos, -slíður, og pteron, -vængjur.
Á Íslandi hafa fundist 197 tegundir af bjöllum fyrir utan vitaskuld slæðingja sem ef til vill hafa komist einu sinni með flugvél en ekki er unnt að segja að eigi hér náttúrulega búsetu.
Bjölluættir
Heimild