Bitrufjörður

Bitrufjörður er fjörður á Ströndum sem gengur inn úr vestanverðum Húnaflóa. Næsti fjörður norðan við hann er Kollafjörður en næsti fjörður sunnan við Bitrufjörð er Hrútafjörður. Bitrufjörður er oft kallaður Bitra og fólkið sem þaðan er er kallað Bitrungar. Í Bitru er kirkjustaður á Óspakseyri og þar var til skamms tíma rekið Kaupfélag Bitrufjarðar, verslun og sláturhús. Það hefur nú verið lagt niður.

Landnámabók um Bitrufjörð: „Þorbjörn bitra hét maðr; hann var víkingr ok illmenni; hann fór til Íslands með skuldalið sitt; hann nam fjörð þann, er nú heitir Bitra, ok bjó þar. Nökkuru síðar braut Guðlaugr, bróðir Gils skeiðarnefs, skip sitt þar út við höfða þann, er nú heitir Guðlaugshöfði. Guðlaugr komsk á land ok kona hans ok dóttir, en aðrir menn týndusk; þá kom til Þorbjörn bitra ok myrði þau bæði, en tók meyna ok fæddi upp. En er þessa varð varr Gils skeiðarnef, fór hann til ok hefndi bróður síns; hann drap Þorbjörn bitru og enn fleiri menn. Við Guðlaug er kennd Guðlaugsvík.“

Jarðir í Bitrufirði

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.