Belgorodfylki (rússneska: Белгоро́дская о́бласть, Belgorodskaja oblast) er fylki (oblast) í Rússlandi. Fylkið er í suðvesturhluta Rússlands við landamærin að Úkraínu. Höfuðstaður fylkisins er Belgorod. Íbúafjöldi var ein og hálf milljón árið 2010.
Í Stríði Rússlands og Úkraínu hafa verið gerðar árásir á Belgorod af hendi Úkraínumanna.