Baskar (baskneska: euskaldunak, spænska: vascos, franska: basques) eru þjóðarbrot sem á rætur sínar að rekja til Baskalands (Euskal Herria), svæðis sem liggur við vesturkafla Pýreneafjalla á strönd Biskajaflóa, og nær yfir hluta af Frakklandi og Spáni. Tungumál Baska er baskneska, en hún er ekki skyld indóevrópskum málum. Talið er að tungumálið hafi verið talið á þessum slóðum fyrir komu indóevrópumanna.
Flestir Baskar búa á Spáni, en stærstu basknesku borgirnar eru Bilbao, San Sebastian og Vitoria-Gasteiz. Í spænska hluta Baskalands eru íbúar 2.123.000. Um 33% íbúar tala basknesku, en öllum er skylt að læra spænsku samkvæmt spænsku stjórnarskránni.