Höfuðstöðvar Bandarísku kvikmyndaakademíunnar í Beverly Hills.
Bandaríska kvikmyndaakademían (enska : Academy of Motion Picture Arts and Sciences , skammstafað AMPAS ) er fagfélag í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum sem er þekktast fyrir að veita Óskarsverðlaunin árlega fyrir kvikmyndagerð . Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1927 til að miðla málum í atvinnudeilum bandarísku kvikmyndaveranna og starfsfólks, og til að bæta ímynd kvikmyndaiðnaðarins út á við. Fyrstu Óskarsverðlaunin voru veitt árið 1929. Í dag er stjórn samtakanna mynduð af fulltrúum fagfélaga í kvikmyndagerð. Félagar eru tæplega 10.000. Aðild er bundin við boðsfélaga. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Beverly Hills í Kaliforníu . Þar eru meðal annars Samuel Goldwyn-kvikmyndahúsið , Pickford-miðstöðin og Fairbanks-miðstöðin . Árið 2021 stofnaði Akademían Kvikmyndasafn Bandarísku kvikmyndaakademíunnar í Los Angeles .