Bad Teacher er bandarísk gamanmynd frá árinu 2011. Myndin er leikstýrð af Jake Kasdan og handritið er skrifað af Lee Eisenberg og Gene Stupnitsky. Cameron Diaz, Justin Timberlake, og Jason Segel fara með aðalhlutverk í myndinni sem frumsýnd var þann 22. júní á Íslandi og þann 24. júní í Bandaríkjunum.
Söguþráður
Elizabeth Halsey er kennari sem er bara alveg sama. Hún er orðljót, óforskömmuð og óviðeigandi fyrir allan peninginn. Á skólatíma bölvar hún á nemendu sína, dettur í það og reykir gras. Hún ætlar að giftast ríkum unnusta sínum en þegar hann lætur hana róa reynir hún að næla sér í nýja varakennarann við skólann, Scott Delacorte, sem er ríkur og myndalegur. Helstu keppinautar hennar eru annar kennari, Amy og hugmyndin um fyrrverandi kærustu Scott, sem var í meira lagi brjóstgóð. Hún telur sig líklegri til að vinna hylli Scott með því að fara í brjóstaaðgerð og til þess að afla fjár fyrir henni þarf hún, versti kennari skólans, að fá nemendur sína til að ná hæstu einkunnum í skólanum. Auk þess þarf hún að losna við óþolandi leikfimikennarann Russell sem er ástfanginn af henni, keppinautinn Amy, og sína eigin slæmu siði. [1]
Leikendur
Heimildir
- ↑ Kvikmyndir.is, http://wayback.vefsafn.is/wayback/20120317011242/kvikmyndir.is/KvikmyndirMovie/entry/movieid/6975
|
---|
1991–2000 | |
---|
2001–2010 | |
---|
2011–2020 | |
---|
Sjónvarpsþættir | |
---|
Heimildarmyndir | |
---|
Kameó | |
---|