Arnór Benónýsson

Arnór Benónýsson (fæddur 1954), leikari, leikstjóri og kennari. Formaður Héraðssambands Suður-Þingeyinga frá 2005.

Brot af verkum sem Arnór hefur leikstýrt

  • Æsa, ást og friður (Framhaldsskólinn á laugum)
  • Ólafía (Efling)
  • Kvennaskólaævintýrið (Efling)
  • Kabarett (Efling)
  • Láttu ekki deigan síga Guðmundur (Efling)
  • Síldin kemur og síldin fer (Efling - Valin áhugaleiksýning ársins)
  • 7 stelpur (Efling)
  • Augun þín blá (Efling)
  • Fiðlarinn á Þakinu ( Efling -)
  • Landsmótið (Efling - Valin áhugaleiksýning ársins)
  • Þrúgur reiðinnar ( Leikfélag Húsavíkur)
  • Íslandsklukkan ( Leikfélag Húsavíkur)
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Arnór Benónýsson er fæddur og uppalinn á Hömrum í Reykjadal ásamt sex systkinum sínum. Hann flutti ungur að heiman og bjó um tíma í Reykjavík ásamt ýmsum öðrum stöðum á landinu, s.s. Ísafirði og Akureyri, Síðusta áratugin hefur hann búið á Laugum í Reykjadal þar sem hann kennir við Framhaldsskólann á Laugum þar sem hann tekur nú þátt í uppbyggingu á þróunarverkefni opins kerfis í framhaldsskólum. Ásamt kennslunni hefur hann verið að leikstýra hjá leikfélagi UMF Eflingar sem og Leikfélagi Húsavíkur við gríðarlega góðar undirtektir. Einnig hefur hann sinnt hinum ýmsum hlutverkum í sveitarfélaginu og situr nú í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Arnór er giftur Ragnheiði Þórhallsdóttur og eiga þau saman tvö börn þá Benóný og Þórhall Arnórssyni, fyrir á Arnór önnur börn úr fyrri samböndum.