Aratunga

Félagsheimilið Aratunga

Aratunga er félagsheimili á þéttbýlisstaðnum Reykholti í Bláskógabyggð. Áður tilheyrði félagsheimilið Biskupstungnahreppi. Aratunga stendur fyrir neðan Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Húsið var byggt með styrk frá Félagsheimilasjóði en var auk þess kostað af hreppnum, ungmennafélagi og kvenfélagi hreppsins. Sumarið 1959 var húsið steypt upp og formlega tekið í notkun 9. júlí 1961.

Bygging hússins var fjármögnuð á ýmsan hátt m.a. var samþykkt var að hver verkfær karlmaður í sveitinni 17 – 60 ára skuli leggja fram 10 dagsverk í bygginguna eða tilsvarandi upphæð í peningum og ógiftar konur á sama aldri 5 dagsverk.

Heimild