Apollo 14

Alan Shepard á Tunglinu

Apollo 14 var áttunda mannaða geimferð Apollo-áætlunar Bandarísku geimferðastofnunarinnar og sú þriðja sem lenti á Tunglinu. Áhafnarmeðlimir voru Alan Shepard, Stuart Roosa og Edgar Mitchell. Shepard og Mitchell lentu á Fra Mauro-hásléttunni á Tunglinu 5. febrúar 1971 og dvöldu þar í 33 tíma þar af 9½ tíma í tunglgöngu. Þeir lentu allir þrír í Kyrrahafi 9. febrúar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.