Alfred North Whitehead (fæddur 15. febrúar 1861 í Ramsgate í Kent á Englandi, dáinn 30. desember 1947 í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum) var enskur stærðfræðingur og heimspekingur. Hann fékkst meðal annars við algebru, rökfræði, undirstöður stærðfræðinnar, vísindaheimspeki, eðlisfræði, frumspeki og menntunarfræði. Hann samdi ásamt Bertrand Russell hið áhrifamikla rit Principia Mathematica.
Tengill