Albuquerque er stærsta borg í Nýju-Mexíkó. Íbúar voru 557.169 talsins árið 2014 en á stórborgarsvæðinu bjuggu 907.301 manns. Borgin er staðsett í miðju fylkinu og er í 1490-1950 metra hæð. Stórfljótið Rio Grande rennur í gegnum borgina og eru sex brýr yfir hana þar. Sandia-fjöll eru í austri. Albequerque er sólrík og þurr staður með um 278 daga af sól árlega. Nær helmingur íbúanna eru af rómönskum uppruna (hispanics, latinos)
Albuquerque var stofnuð árið 1706 sem spænsk nýlenda og hér þá Villa de Alburquerque. Nafnið kemur frá Badajoz héraði á Spáni og þýðir hugsanlega hvít eik (latína: Albus quercus) eða apríkósa (galisíska: albaricoque).