The Doors

Einkennismerki sveitarinnar eins og það kom fram á fyrstu plötunni.
The Doors, frá vinstri til hægri:John Densmore, Robby Krieger, Ray Manzarek, Jim Morrison.
The Doors í Kaupmannahöfn árið 1968.

The Doors var bandarísk rokkhljómsveit sem stofnuð var í Los Angeles og starfaði frá 1965–1973 (en átti endurkomu einstaka ár). Nafn hljómsveitarinnar kom frá bók Aldous Huxley, The Doors of Perception, en sú tilvitnun er reyndar í skáldið William Blake.

The Doors áunnu sér orðspor fyrir skrautlega sviðsframkomu og texta Jim Morrison, söngvara hljómsveitarinnar. Með vinsælli laga hljómsveitarinnar er lagið Light my Fire. Morrison lést árið 1971 í París vegna vímuefnamisnotkunar. Hljómsveitin hélt áfram sem tríó þangað til 1973 þegar meðlimirnir ákváðu að leggja upp laupana. Þeir gáfu út tvær plötur án söngs Morrisons en árið 1978 ákváðu þeir að gefa út plötu (An American Prayer) þar sem upptökur af ljóðum Morrison heyrðust með tónlist.

Hljómsveitin hefur komið einstöku sinnum saman til að spila og fengu Eddie Vedder, söngvara Pearl Jam til að syngja fyrir sig árið 1993 þegar þeir tóku á móti viðurkenningu Rock 'n roll hall of fame.

Meðlimir

  • Jim Morrison – söngur, textar, munnharpa, tamborína og hljóðgervill, (1965–1971; dó 1971)
  • Ray Manzarek – hljómborð, orgel og söngur (1965–1973, 1978, 1993, 1997, 2000, 2011; dó 2013)
  • Robby Krieger – gítar, söngur (1965–1973, 1978, 1993, 1997, 2000, 2011, 2013, 2016)
  • John Densmore – trommur (1965–1973, 1978, 1993, 1997, 2000, 2011, 2013, 2016)

Plötur

  • The Doors (1967)
  • Strange Days (1967)
  • Waiting for the Sun (1968)
  • The Soft Parade (1969)
  • Morrison Hotel (1970)
  • L.A. Woman (1971)
  • Other Voices (1971)
  • Full Circle (1972)
  • An American Prayer (1978)