Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (fæddur 22. júlí 1955 á Húsavík) er íslenskur rithöfundur, tónlistarmaður og útgefandi.
Ævi
Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1976. Hann stundaði einnig nám í íslensku við Háskóla Íslands, auk náms í tónlist og leiklist.
Frá 1980 hefur hann að mestu helgað sig ritstörfum, ásamt því að reka bóka- og tónlistarútgáfuna Dimmu. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Ljóð hans hafa verið þýdd og birt á meira en tug tungumála og barnabækur hans komið út á Norðurlöndum og víðar. Á sviði tónlistar hefur hann samið bæði tónlist og söngljóð, sem hafa verið gefin út á tugum hljómrita.
Hann var formaður Rithöfundasambands Íslands 1998-2006 og sat í stjórn STEFs um árabil.
Eiginkona hans var Anna Pálína Árnadóttir.[1] Saman gáfu þau út ýmsar plötur.[1]
Hann talaði líka fyrir mms.is fyrir bækurnar sögueyjan 1,2,3 meðal annars.
Ritverk
Ljóðabækur
- 1977 - Ósánar lendur
- 1978 - Förunótt
- 1980 - Gálgafrestur
- 1982 - Fugl
- 1985 - Jarðljóð
- 1992 - Draumkvæði
- 2004 - Eyðibýli
- 2005 - Ljóð (tónskreytt úrval)
- 2007 - Hjartaborg
- 2011 - Hús eru aldrei ein / Black Sky (tvímála aukin útgáfa)
- 2012 - Sjálfsmyndir
- 2016 - Sumartungl
Skáldsaga
- 1979 - Ferð undir fjögur augu
Barnabækur
- 1984 - Ævintýri úr Nykurtjörn
- 1991 - Dvergasteinn
- 1992 - Glerfjallið
- 1993 - Álagaeldur
- 1996 - Furðulegt ferðalag
- 1997 - Robbi og félagar í sumarskapi
- 2000 - Brúin yfir Dimmu
- 2002 - Ljósin í Dimmuborg
- 2004 - Rumur í Rauðhamri
- 2004 - Blóð og hunang - hljóðbók
- 2005 - Romsubókin
- 2009 - Segðu mér og segðu...
- 2014 - Dimmubókin
- 2017 - Kvæðið um Krummaling
Ljóðaþýðingar
- 1992 - Tré hreyfa sig hægt, úrval ljóða eftir norska skáldið Paal-Helge Haugen
- 1996 - Ljóð á landi og sjó, úrval ljóða eftir Álandseyjaskáldið Karl-Erik Bergman
- 1998 - Vegurinn blái, úrval ljóða eftir Orkneyjaskáldið George Mackay Brown
- 2001 - Sagði mamma, ljóð eftir bandaríska skáldið Hal Sirowitz
- 2005 - Sagði pabbi, ljóð eftir bandaríska skáldið Hal Sirowitz
- 2009 - Beinhvít ljóð, úrval ljóða eftir litháenska skáldið Gintaras Grajauskas
- 2012 - Hjaltlandsljóð - úrval ljóða eftir skáld frá Hjaltlandseyjum
- 2012 - Einmunatíð - söngljóð eftir Lise Sinclair (hljóðútgáfa)
- 2013 - Ekkert nema strokleður, úrval ljóða eftir palestínska skáldið Mazen Maarouf (Meðþýð. Sjón og Kári Tulinius)
- 2015 - Nýsnævi, ljóð eftir 15 evrópsk nútímaskáld
- 2017 - Heimferðir, úrval ljóða eftir hjaltlenska skáldið Christine De Luca
Tónlist
Aðalsteinn Ásberg hefur lagt stund á tónlistarsköpun og flutning samhliða ritstörfum. Hann var einn af forsprökkum tónlistarfélagsins Vísnavinir. Einnig var hann framkvæmdastjóri Félags tónskálda og textahöfunda á árunum 1988-1998 og sat í stjórn Félags tónskálda og textahöfunda og STEFs um árabil. Verk hans er að finna á fjölda hljómrita, m.a.:
- 1981 Heyrðu (Vísnavinir)
- 1981 Mannspil (Guðmundur Árnason)
- 1982 Almannarómur (Hálft í hvoru)
- 1982 Bergmál (Bergþóra Árnadóttir)
- 1983 Áfram (Hálft í hvoru)
- 1983 Afturhvarf (Bergþóra Árnadóttir)
- 1984 Ævintýri úr Nykurtjörn (Bergþóra Árnadóttir o.fl.)
- 1986 Að vísu (Vísnavinir)
- 1989 Dagar (Eyjólfur Kristjánsson)
- 1990 Eitt lag enn (Stjórnin)
- 1992 Á einu máli (Aðalsteinn Ásberg/Anna Pálína)
- 1996 Fjall og fjara (Anna Pálína/Aðalsteinn Ásberg)
- 1998 Berrössuð á tánum (Anna Pálína/Aðalsteinn Ásberg)
- 2000 Bullutröll (Anna Pálína/Aðalsteinn Ásberg)
- 2000 Tölvubiblía barnanna (margir flytjendur)
- 2002 Guð og gamlar konur (Anna Pálína Árnadóttir)
- 2004 Sagnadans (Anna Pálína & Draupner)
- 2006 Hvar er tunglið (Sigurður Flosason/Kristjana Stefánsdóttir)
- 2008 Umvafin englum (Guðrún Gunnars)
- 2008 Bergþóra Árnadóttir – heildarútgáfa
- 2009 Cornelis Vreeswijk (Guðrún Gunnars)
- 2009 Það sem hverfur (Sigurður Flosaon/Ragnheiður Gröndal/Egill Ólafsson)
- 2010 Under the Evening Sky (margir flytjendur)
- 2011 Dauði og djöfull (Sálgæslan)
- 2014 Í nóttinni (Sigurður Flosason/Kristjana Stefáns)
- 2017 Sálmar á nýrri öld (Schola cantorum)
- 2018 Eilífa tungl (Guðrún Gunnars)
Verðlaun og viðurkenningar
Aðalsteinn hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a.:
- Verðlaun í bókmenntasamkeppni AB 1990 fyrir Dvergastein
- Verðlaun í smásagnasamkeppni Íslandsdeildar IBBY og Máls og menningar 1994 fyrir smásöguna Ormagull
- Leikritið Óvinir (óbirt verk) var tilnefnt til Evrópsku leikskáldaverðlaunanna 1994
- Viðurkenningar úr Rithöfundasjóði Íslands 1984 og 1997
- Viðurkenning Íslandsdeildar IBBY 1999 fyrir Berrössuð á tánum
- Viðurkenning Tónmenntasjóðs kirkjunnar 2001 og 2010
- Viðurkenning úr Bókasafnssjóði höfunda, 2003
- Verðlaun í örleikjasamkeppni Síung, 2004 - fyrir leikþáttinn Lýsing
- Verðlaun úr sjóði Alfred Andersson-Rysst (Noregi), 2005
- Sérstök viðurkenning í samkeppni um kórlag í tilefni 100 ára afmælis fullveldisins 2018 – fyrir ljóðiðÞjóðvísa
Heimildir
- ↑ 1,0 1,1 „Viðkunnanleg tröll“. www.mbl.is. Sótt 27. október 2020.