Þrúgur reiðinnar

Þrúgur reiðinnar
Forsíða fyrstu útgáfu bókarinnar.
HöfundurJohn Steinbeck
Upprunalegur titillThe Grapes of Wrath
ÞýðandiStefán Bjarman (1943-1944)
LandBandaríkin Fáni Bandaríkjana
TungumálEnska
ÚtgefandiThe Viking Press-James Lloyd
Útgáfudagur
14. apríl 1939; fyrir 85 árum (1939-04-14)
ISBNISBN 9979302623

Þrúgur reiðinnar (enska: The Grapes of Wrath) er skáldsaga eftir John Steinbeck. Bókin fjallar um fjölskyldu sem flosnar upp af jörð sinni í heimskreppunni vegna uppskerubrests og sandstorma eftir þurrkatíma á svæði sem kallað er Dust Bowl eða Rykskálin. Fjölskyldan selur búslóðina fyrir bílgarm og ferðast á honum til Kaliforníu.

Bókin segir sögu Joad-fjölskyldunnar og hefst á því að einn sonurinn er að koma úr fangelsi á skilorði en þegar hann kemur heim er býlið yfirgefið. Fjölskyldan hefur lent á vonarvöl og hús þeirra verið rifið og þrjár kynslóðir halda af stað til fyrirheitna landsins, en þau hafa hrifist af auglýsingapésa um möguleikana þar. Ferðin er löng og erfið og fer eftir þjóðvegi 66 og eru þúsundir annarra uppflosnaðra fjölskyldna á sömu ferð.

Gerð hefur verið kvikmynd eftir bókinni. Stefán Bjarman þýddi bókina á íslensku.

Tengt efni