Þorgils (ábóti í Munkaþverárklaustri 1379-1385)

Þorgils var ábóti í Munkaþverárklaustri á 14. öld. Hann varð ábóti 1379 þegar Árni Jónsson skáld og ábóti sigldi til Noregs og átti ekki afturkvæmt.

Um Þorgils er annars ekkert vitað nema hvað hann var settur úr embætti 1385 og hefur það verið Jón skalli Eiríksson sem afsetti hann en óvíst er fyrir hvaða sakir. Eftirmaður hans var Hallur, sem verið hafði munkur í Þingeyraklaustri.

Heimildir

  • „Munkaþverár-klaustur. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.
  • „Munkaþverárklaustur. Sunnudagsblaðið, 10. apríl 1966“.