Þórður Tómasson (f. 28. apríl 1921- d. 27. janúar 2022) var íslenskur safnvörður. Þórður var frumkvöðull við stofnun Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum og var safnvörður þess um áratuga skeið. Þórður skrifaði fjölda bóka um þjóðfræði. Hann var gerður að heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla Íslands árið 2001. Hundrað ára gaf hann út síðustu bók sína, Stóruborg.