Údmúrt (удмурт кыл, udmurt kyl; áður vótjak) telst til úralskrar greinar finnsk-úgrískra mála. Údmúrt er mál Údmúrta sem búa flestir í Údmúrtíu, þar sem údmúrt er opinbert tungumál ásamt rússnesku. Mælendafjöldi um 340.000. Málið er ritað með kýrillisku stafrófi.
10–30 % orðaforðans eru tökuorð úr tatarísku og rússnesku.