Ágúst Jónsson (19. desember 1868 – 28. júní 1945) var íslenskt skáld og verkamaður í Reykjavík. Hann gaf aðeins út eina ljóðabók, Þyrnar og rósir, árið 1930 en orti mikið af kvæðum, lausavísum og erfiljóðum. Lára miðill var dóttir hans.