Þórður knappur Bjarnarson

Þórður knappur Bjarnarson var landnámsmaður í Fljótum í Skagafirði. Hann kom til landsins með Nafar-Helga og lentu þeir skipi sínu í Haganesvík. Hann nam Stíflu ofan við Stífluhóla og bjó á Knappsstöðum í Stíflu, þar sem jafnan síðan var helsti bær sveitarinnar og kirkjustaður.

Heimildir

  • „Landnámabók“.
  • Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.