Þór/KA

Fótbolti og tifandi klukka Núverandi tímabil
Þór/KA
Thorka-logo-rgb
Fullt nafn Þór/KA
Stofnað 1999
Leikvöllur Þórsvöllur
Stærð 2,984 (984 sæti)
Stjórnarformaður Dóra Sif Sigtryggsdóttir
Knattspyrnustjóri Perry Mclachlan & Jón Stefán Jónsson
Deild Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu
2024 Úrvalsdeild 3. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Þór/KA er íslenskt knattspyrnulið frá Akureyri sem leikur í Úrvalsdeild kvenna. Það er sameiginlegt lið félaganna Þór Akureyri og Knattspyrnufélag Akureyrar.

Saga

Árið 1999 hófu Þór Akureyri og KA samstarf um sameiginlegt lið undir merkjum Þór/KA. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið.[1] Árið 2010 endaði liðið í 2. sæti í úrvalsdeildinni og vann sér inn rétt til að keppa í Meistaradeild Evrópu.[2] Sama ár tapaði liðið einnig í undanúrslitum Bikarkeppnis kvenna fyrir Val.[3]

Sumarið 2012 endaði Þór/KA efst í Úrvalsdeildinni og vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.[4][5][6]

Þór/KA varð Íslandsmeistari í annað sinn 28. september 2017 er það sigraði FH, 2-0, í síðasta leik tímabilsins með mörkum frá Söndru Maríu Jessen og Söndru Mayor.[7]

Titlar og árangur

  1. Sem Þór Akureyri
  2. Sem KA

References

  1. „Þór/KA tekur sæti ÍBV“. Morgunblaðið. 29. mars 2006. Sótt 23. september 2017.
  2. Þór/KA meistarar
  3. women.soccerway.com Geymt 28 júní 2011 í Wayback Machine, 2010 Cup results
  4. 1. deild kvenna 2012
  5. Hallgrímsson, Skapti (4. september 2012). „Þór/KA Íslandsmeistari 2012“. Morgunblaðið. Sótt 23. september 2017.
  6. Jónsson, Óskar Ófeigur (3. maí 2017). „Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel“. Vísir.is. Sótt 23. september 2017.
  7. „Þór/KA - FH: Bein lýsing“. Vísir.is. Sótt 28. september 2017.
  8. „Frá upphafi“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. mars 2012. Sótt 23. september 2017.