Þorsteinn Gunnar Bjarnason

Þorsteinn Gunnar Bjarnason er íslenskur leikari og kvikmyndagerðamaður. Þorsteinn útskrifaðist sem kvikmyndagerðarmaður frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2005 með áherslu á leikstjórn og handritaskrif. Hann fór svo til London árið 2006 og hóf mastersnám í leiklistarskólanum Central School of Speech & Drama og útskrifaðist árið 2008.

Þorsteinn gerði sína fyrstu kvikmynd, Jóhannes, árið 2009 og hefur síðan unnið við allskyns kvikmynda og sjónvarpsverkefni. Einnig hefur hann unnið sem kennari í leiklist og kvikmyndagerð frá árinu 2009. Sem dæmi við Kvikmyndaskóla Íslands, Borgarleikhúsið og Stúdíó List.

Tenglar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.